Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 88. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 407  —  88. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á siglingalögum, nr. 34 19. júní 1985, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 6. des.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 177. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „46.666 SDR“ í 1. mgr. kemur: 175.000 SDR.
     b.      Orðin „þó að hámarki 25 milljónir SDR“ í 1. mgr. falla brott.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „333.000 SDR“ í 2. mgr. kemur: 2.000.000 SDR.
     d.      Í stað orðanna „500 rúmlestir“ í 2. mgr. kemur: 2.000 tonn.
     e.      1.–3. tölul. 2. mgr. orðast svo:
                  1.      fyrir hvert tonn frá 2.001 að 30.000 tonnum, um 800 SDR;
                  2.      fyrir hvert tonn frá 30.001 að 70.000 tonnum, um 600 SDR;
                  3.      fyrir hvert tonn umfram 70.000 tonn, um 400 SDR.
     f.      4. tölul. 2. mgr. fellur brott.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „167.000 SDR“ í 3. mgr. kemur: 1.000.000 SDR.
     h.      Í stað orðanna „500 rúmlestir“ í 3. mgr. kemur: 2.000 tonn.
     i.      1.–3. tölul. 3. mgr. orðast svo:
                  1.      fyrir hvert tonn frá 2.001 að 30.000 tonnum, um 400 SDR;
                  2.      fyrir hvert tonn frá 30.001 að 70.000 tonnum, um 300 SDR;
                  3.      fyrir hvert tonn umfram 70.000 tonn, um 200 SDR.
     j.      Í stað orðsins „lestir“ í 5. og 6. mgr. kemur: tonn.
     k.      1. málsl. 7. mgr. orðast svo: Þar sem nefnd er tonnatala skips er átt við brúttótonn sem reiknuð eru samkvæmt reglum í viðauka I við alþjóðasamning um mælingar skipa frá 1969.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 180. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „alþjóðasáttmála frá 19. nóvember 1976, um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanns“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: bókun frá 2. maí 1996 til breytinga á samningi um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum frá 19. nóvember 1976.
     b.      Í stað orðanna „alþjóðasáttmála þeim sem nefndur er“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: bókun þeirri sem nefnd er.
     c.      Í stað orðanna „alþjóðasáttmála þeim“ í 3. mgr. kemur: bókun þeirri.

3. gr.

    Í stað orðanna „alþjóðasáttmála þeim“ í 1. mgr. 183. gr. laganna kemur: bókun þeirri.

4. gr.

    Í stað orðanna „forvaxta (diskonto) á hverjum tíma að viðbættum 2% p.a.“ í lok 185. gr. laganna kemur: vaxta skv. 2. málsl. 4. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.

5. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.